Framlengir veikindaleyfið

Fon­seca hefur verið sakaður um að tæla stúlkuna.
Fon­seca hefur verið sakaður um að tæla stúlkuna. Skjáskot/Instagram/Mike Villa Fon­seca

Danski þingmaður­inn Mike Villa Fon­seca hefur framlengt veikindaleyfi sitt. Danski fjölmiðillinn BT greinir frá.

Fonseca fór í veikindaleyfi frá þinginu þann 17. nóvember eftir að upp komst um samband hans við 15 ára gamla stúlku. Hann er sjálfur 28 ára. Upphaflega ætlaði hann sér að snúa aftur á þingið eftir þrjár vikur.

Fonseca var gert að víkja úr stjórnmálaflokki sínum, Modera­ter­ne, þar sem samband hans við stúlkuna brýtur gegn siðareglum flokksins. Er hann snýr aftur á þing verður hann því þingmaður utan flokka, en aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki viljað fá Fonseca í þingmannahóp sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert