Selenskí fagnar nýju upphafi Argentínu

Forseti Úkraínu og forseti Argentínu við vígsluathöfn hins síðarnefnda.
Forseti Úkraínu og forseti Argentínu við vígsluathöfn hins síðarnefnda. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segist fagna nýju upphafi Argentínu.

Þetta sagði hann í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum eftir að hann var viðstaddur innsetningarathöfn Javie Milei í Beunos Aires. Hann tók við forsetaembætti Argentínu í dag.

Leitar að stuðningi

Selenskí er sagður leitast eftir stuðningi í baráttu Úkraínu við Rússland en þetta er fyrsta heimsókn hans til Argentínu frá því að stríðið milli Rússlands og Úkraínu braust út á síðasta ári. Hann hitti einnig leiðtoga Ekvador, Úrúgvæ og Paragvæ í dag.

„Ég er fullviss um að tvíhliða samstarf Úkraínu og Argentínu muni halda áfram að aukast,“ sagði Selenskí á samfélagsmiðlum.

Þá hafði hann jafnframt óskað Milei til hamingju í nóvember þegar niðurstöður forsetakosninganna lágu fyrir og þakkaði Argentínu fyrir skýran stuðning við Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert