Tvær lestir lentu saman á Ítalíu

Slökkviliðsmenn eru á vettvangi.
Slökkviliðsmenn eru á vettvangi. AFP/Handout/Vigili del Fuoco

Minnst sautján slösuðust þegar tvær lest­ir lentu sam­an í norðausturhluta Ítalíu í kvöld. Enginn er talinn vera alvarlega slasaður.

Lestirnar lentu saman á línunni milli borganna Bologna og Rimini.

Ítalska slökkviliðið greindi frá atvikinu á samfélagsmiðlinum X í kvöld. Þar kemur fram að björgunaraðgerðum sé nú lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert