Um 80 handteknir vegna gruns um barnaníð

Handtökurnar áttu sér stað um allt land.
Handtökurnar áttu sér stað um allt land. mbl.is/Inga

Um 80 karlmenn, þar á meðal sveitarstjórnarmaður og tveir kennarar, voru handteknir í vikunni í Frakklandi vegna gruns um barnaníð.

Hinir handteknu eru á öllum aldri, flestir 30-60 ára. Koma þeir frá hinum ýmsu stöðum Frakklands. 

„Það er enginn dæmigerður prófíll í barnaníðsglæpum,“ segir fulltrúi lögreglunnar við fréttastofu AFP.

Rannsók lögreglu leiddi til þess að um 80 menn voru …
Rannsók lögreglu leiddi til þess að um 80 menn voru handteknir. AFP/Sylvian Thomas

Kennari hafi nauðgað nemanda

Umrædd aðgerð lögreglunnar beindist helst að þeim sem starfa með börnum. Þannig voru tveir kennarar og nokkrir íþróttaþjálfarar handteknir.

Einn kennaranna hafði stolið myndum og myndböndum af nemendum sínum og er grunaður um að hafa beitt að minnsta kosti einum þeirra kynferðislegu ofbeldi. Þá eru þó nokkrir grunaðir um að hafa nauðgað eða misnotað ólögráða börn kynferðislega.

Við leit lögreglu fundust meira en 100.000 myndbönd og myndir á tölvum eða hörðum diskum. Sum þeirra voru mjög ofbeldisfull. Einhverjir hinna handreknu voru að reyna eyðileggja tölvur sínar með hömrum þegar lögreglu bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert