Vísa á bug mótmælum vegna myndskeiðs af hálfnöktum Palestínumönnum

Skjáskot úr myndskeiðinu.
Skjáskot úr myndskeiðinu. AFP/UGC

Ísraelski herinn vísaði á bug mótmælum vegna myndskeiðs sem sýnir fjölda hálfnaktra Palestínumenn sitja í röðum á götu úti. Ísraelskir hermenn standa vörð í kringum þá.

Ísraelski herinn greindi frá því að um væri að ræða hefðbundna leit, en hryðjuverkasamtökin Hamas greina frá því að um „óvopnaða óbreytta borgara“ væri að ræða.

Ísraelski herinn birti myndskeiðið.
Ísraelski herinn birti myndskeiðið. AFP

Ísraelski herinn birti myndskeiðið á fimmtudag og sagði að þar hefði tekist að handtaka hryðjuverkamenn Hamas. 

Heimildir AFP herma að myndskeiðið hafi verið tekið upp í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, en það er þó ekki staðfest. 

Izzat al-Rishq, háttsettur stjórnmálamaður Hamas, sagði að Ísraelsher lygi til um að mennirnir væru hermenn Hamas. Vopn sjást við hlið sumra mannanna á myndskeiðinu og sagði al-Rishq að þau hafi verið sett þar af ísraelska hernum sem tilbúning.

Hryðjuverkamenn handteknir

Ísraelski herinn sagði að menn væru oft beðnir um að afklæðast við handtöku til þess að tryggja að þeir væru ekki með sprengju á sér eða bæru vopn. 

Þá sagði í yfirlýsingu frá hernum að hryðjuverkamenn hafi verið handteknir í aðgerðunum, aðrir hafi verið látnir lausir. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert