Byssumanns leitað í Sviss

Svissneska borgin Sion.
Svissneska borgin Sion. Ljósmynd/Wikipedia.org

Svissneska lögreglan leitar manns sem skaut tvær manneskjur til bana og særði aðra til viðbótar í bænum Sion í suðurhluta Sviss.

Að sögn lögreglunnar hleypti maðurinn af skotum á tveimur stöðum í bænum skömmu fyrir klukkan 8 að staðartíma, eða klukkan 7 að íslenskum tíma.

„Tveir voru drepnir og einn særðist,” sagði lögreglan og bætti við að hvorki væri búið að bera kennsl á manninn né hvers vegna hann framdi verknaðinn.

Lögreglan sagði þó að maðurinn virtist hafa þekkt fórnarlömbin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert