Karl eyddi nóttinni á heimili sínu

Karl í París í september í fyrra.
Karl í París í september í fyrra. AFP/Yoan Valat

Karl Bretakonungur eyddi nóttinni á heimili sínu eftir að hafa byrjað krabbameinsmeðferð sína.

BBC greinir frá þessu.

Þar kemur einnig fram að Harry Bretaprins muni að öllum líkindum fljúga einn til að hitta föður sinn á næstu dögum. Eiginkonan hans Meghan verður eftir í Bandaríkjunum með börnunum þeirra tveimur, Archie og Lilibet.

Bresku blöðin fjalla ítarlega um krabbamein Karls. Fram kemur í frétt The Mirror að greiningin sé „áfall”.

The Guardian segir að Karl muni ekki koma fram opinberlega á meðan á meðferðinni stendur en haldi áfram að sinna konunglegum skyldum sínum eins og segir til um í stjórnarskránni.

Ekki hef­ur verið greint frá því hvers kon­ar krabba­mein kon­ung­ur­inn greind­ist með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert