Hollendingum gert að hætta að afhenda Ísrael varahluti

Mótmælt var fyrir utan héraðsdóminn í Haag þegar dæmt var …
Mótmælt var fyrir utan héraðsdóminn í Haag þegar dæmt var í málinu um miðjan febrúar á síðasta ári. AFP/Lex van Lieshout

Hollandi hefur verið gert að hætta að afhenda varahluti í F-35 orrustuþotur sem Ísraelar nota á Gasasvæðinu eftir að hollenskur dómstóll komst að þessari niðurstöðu í kjölfar áfrýjunar nokkurra mannréttindasamtaka. 

Mannréttindasamtökin hafa haldið því fram að með því að útvega varahlutina sé Holland að stuðla að meintum brotum Ísraela á alþjóðalögum í stríði þeirra við Hamas. 

Í dómnum segir að hollenska ríkinu sé gert að hætta öllum flutningi á varahlutum fyrir F-35 herþotur, með lokaáfangastað í Ísrael, innan sjö daga frá uppkvaðningu dómsins. 

F-35 varahlutirnir eru fluttir frá Hollandi til nokkurra samstarfsaðila, en …
F-35 varahlutirnir eru fluttir frá Hollandi til nokkurra samstarfsaðila, en varahlutirnir eru í eigu Bandaríkjanna. AFP/Justin Tallis

Varahlutirnir eru í eigu Bandaríkjanna 

F-35 varahlutir í eigu Bandaríkjanna eru geymdir í vöruhúsi í Hollandi þaðan sem þeir eru fluttir til nokkurra samstarfsaðila, þar á meðal Ísraels, í gegnum núverandi útflutningssamninga.

Í desember féll dómur um málið í héraðsdómnum í Haag, en þar sagði að afhending varahlutanna væri fyrst og fremst pólitísk ákvörðun sem dómarar ættu ekki að skipta sér af. 

Þar sagði jafnframt að sjónarmið ráðherra um málið væru að miklu leyti pólitísk eða pólitísks eðlis og að dómarar ættu að ekki að skerða frelsi ráðherra til að taka ákvarðanir. 

Hollensk yfirvöld segja óljóst hvort að þau hafi heimild til að koma í veg fyrir afhendingarnar, auk þess sem lögfræðingar stjórnvalda héldu því fram að ef Hollendingar útveguðu ekki varahlutina út vörugeymslunni sem staðsett er í Hollandi, þá gætu Ísraelar auðveldlega útvegað þá annars staðar frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert