Myndskeið: Eldsvoði í sænskum skemmtigarði

Mikill eldur braust út í stærsta skemmtigarði Gautaborgar í Svíþjóð í dag. Um er að ræða nýbyggðan vatnsskemmtigarð sem ekki var búið að opna.

Lögreglan rýmdi hótel og skrifstofur sem tengdust Liseberg-skemmtigarðinum og bað íbúa í nágrenninu um að halda sig innandyra vegna reyks.

Slökkviliðið að störfum í skemmtigarðinum.
Slökkviliðið að störfum í skemmtigarðinum. AFP/Björn Larsson

Í myndum frá vettvangi má sjá eldtungur eyðileggja vatnsrennibraut, auk þess reykjarský myndaðist yfir borginni.

Í yfirlýsingu kemur fram að eldurinn hafi kviknað í skemmtitæki sem var staðsett fyrir utan aðalbygginguna. Eldurinn var síðan fljótur að breiðast út.

Slökkviliðið að störfum í skemmtigarðinum.
Slökkviliðið að störfum í skemmtigarðinum. AFP/Bjorn Larsson Rosvall

Ekki er vitað nánar um eldsupptökin en opna átti skemmtigarðinn síðar á þessu ári.

AFP/Bjorn Larsson Rosvall
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert