Tvær konur og þrjú börn fundust látin

Fimm fundust látin í Manitoba í Kanada í gær.
Fimm fundust látin í Manitoba í Kanada í gær. AFP/Andrej Ivanov

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær í Kanada eftir að þrjú börn og tvær konur fundust látin í Manitoba-fylki. Eru andlát þeirra talin hafa borið að með saknæmum hætti.

Líkin fundust á þremur mismundandi stöðum og telur lögreglan málin tengd. Er maðurinn sem er í haldi sagður hafa þekkt fórnarlömbin.

Börnin fundust í brennandi bifreið

Önnur konan fannst látin meðfram vegi, skammt frá bænum Carman, um klukkan hálfátta í gærmorgun.

Nokkrum klukkustundum síðar fannst bifreið sem stóð í ljósum logum og voru þrjú börn innanborðs. Eru þau sögð hafa látið lífið á staðnum.

Í yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum segir að önnur kona hafi fundist látin á heimili sínu skömmu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert