Andlegir burðir Bidens í brennidepli

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Mandel Ngan

Aldur og andlegt atgervi Joe Biden er orðið aðalatriði kosningabaráttu vestan hafs, en forsetakosningar fara þar fram hinn 7. nóvember í haust.

Forsetinn er 81 árs, elsti maður til þess að gegna forsetaembætti, en þykir utan við sig, misminnir og mismælir sig oft.

Í liðinni viku gerðist það að fallið var frá frekari rannsókn dómsmálaráðuneytisins á hendur honum vegna saknæmrar meðferðar leyniskjala á þeirri forsendu að hann væri of hrumur til þess að saksókn væri líkleg til árangurs.
Þetta hefur gerbreytt hinni pólitísku vígstöðu vestra. Demókratar, flokkur Bidens, eru sagðir vera farnir að leita að útleið, en forsetinn virðist harðákveðinn í að leita endurkjörs. Möguleikar hans gegn repúblikananum Donald Trump, fv. Bandaríkjaforseta, þykja dvínandi, en innan við þriðjungur kjósenda telur Biden nógu skarpan til þess að vera forseti. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert