Bandaríkin greiddu atkvæði gegn vopnahléstillögu

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir vaxandi þrýstingi til …
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir vaxandi þrýstingi til að draga úr stuðningi við Ísrael. AFP

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag í atkvæðagreiðslu um vopnahléstillögu á Gasa.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir vaxandi þrýstingi til að draga úr stuðningi við Ísrael.

Alsír lagði fram tillöguna sem gerði ráð fyrir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum og að átök yrðu stöðvuð.

„Við getum ekki stutt ályktun sem myndi setja viðkvæmar samningaviðræður í hættu,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og vísaði til viðræðna um frelsun gísla á Gasa.

Bandaríkjamenn hafa samið aðra tillögu sem gerir ráð fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum en ekki tafarlausri stöðvun átaka. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um þá tillögu fer fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert