Ellefu úkraínsk börn sneru aftur heim

Hluti barnanna í sendiráði Katar í Moskvu.
Hluti barnanna í sendiráði Katar í Moskvu. AFP

Ellefu úkraínsk börn fóru yfir landamærin frá Hvíta-Rússlandi til Úkraínu í kvöld. Börnin komu að mannúðarstöð á landamærum Hvíta-Rússlands þar sem þau hittu fjölskyldur sínar.

Tekið var á móti börnunum ellefu í sendiráði Katar í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær áður en þau ferðuðust til Hvíta-Rússlands, þaðan sem þau fóru svo til Úkraínu. Tvö af börnunum voru lífshættulega veik og voru flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Barnahópurinn er sá fjórði og stærsti sem hefur verið skilað til Úkraínu með aðstoð yfirvalda í Katar.

Yfirvöld í Úkraínu áætla að 20 þúsund börn hafi verið flutt gegn vilja þeirra til Rússlands síðan stríð Rússa og Úkraínumanna braust út í febrúar 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert