Fá ekki að sjá líkið næstu tvær vikur

Blóm voru lögð í kringum ljósmynd af Alexei Navalní við …
Blóm voru lögð í kringum ljósmynd af Alexei Navalní við minningarathöfn í Þýskalandi. AFP

Fjölskyldu stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnís, sem lést í rússnesku fangelsi, hefur verið tjáð að hún fái ekki að sjá lík hans næstu tvær vikurnar.

Fulltrúi Navalnís greindi frá því að móður hans hefði verið sagt að líkið væri geymt vegna „efnarannsóknar”.

Yulia Navalnía, ekkja Navalnís í Belgíu í gær.
Yulia Navalnía, ekkja Navalnís í Belgíu í gær. AFP/Yves Herman

Engin staðfesting hefur borist frá rússneskum stjórnvöldum um hvar líkið er geymt.

Ekkja Navalnís hefur sakað þau um að hafa falið það, að því er BBC greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka