Vilja binda enda á hernám Gasa

Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International.
Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. AFP

Amnesty International hefur kallað eftir því að Ísrael bindi enda á hernám Gasa og Vesturbakkans, þar á meðal Austur-Jerúsalem. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Amnesty International. 

Í tilkynningu er kveðið á um að Ísrael verði að: „binda enda á grimmilegt hernám Gasa og Vesturbakkans, þar á meðal Austur-Jerúsalem“.

Einnig segir í tilkynningu að Ísrael hefur haldið Austur-Jerúsalem síðan árið 1967. 

Hvetur öll ríki til endurskoða samskipti sín við Ísrael

Yfirlýsing Amnesty International kemur nú þegar opinber málsmeðferð hefst hjá Alþjóðadómstólnum í Haag til að kanna lagalegar afleiðingar langvarandi hernáms Ísraels. 

Málsmeðferðin fer fram dagana 19. til 26. febrúar.

„Hernám Ísraels í Palestínu er lengsta og eitt mannskæðasta hernám heims. Í áratugi hefur það einkennst af víðtækum og kerfisbundnum mannréttindabrotum gegn Palestínubúum. Hernámið hefur kynt undir og fest í sessi aðskilnaðarstefnu Ísraels sem þröngvað hefur verið upp á alla Palestínubúa. Í gegnum árin hefur hernám Ísraels þróast í varanlegt hernám sem er gróft brot á alþjóðalögum,“ er haft eftir aðalframkvæmdastjóra Amnesty International, Agnès Callamard, í tilkynningunni. 

Þá hvetur Callamard öll ríki til að endurskoða samskipti sín við Ísrael „til að tryggja að þau leggi ekki sitt af mörkum til að viðhalda hernáminu eða aðskilnaðarstefnunni“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert