100 bíla árekstur í Kína

Þessi mynd var tekin í kínversku borginni Wuhan fyrr í …
Þessi mynd var tekin í kínversku borginni Wuhan fyrr í mánuðinum. AFP

Um 100 bíla árekstur varð á hraðbraut í austurhluta Kína í morgun vegna hálku. Níu manns slösuðust, að sögn ríkisfjölmiðils í landinu.

Í myndum frá fjölmiðlinum CCTV sést þegar fólksbílar lenda hver á öðrum.

Slysið varð í borginni Suzhou en um klukkutíma tekur að keyra þangað frá borginni Shanghæ.

Af þeim níu sem slösuðust voru þrír fluttir á slysadeild.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert