Fyrrverandi kanslari Austurríkis fundinn sekur

Sebastian Kurz fyrir utan dómssal í Vínarborg í Austurríki í …
Sebastian Kurz fyrir utan dómssal í Vínarborg í Austurríki í dag. AFP/Joe Klamar

Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslari Austurríkis, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ljúga að þingnefnd í janúar í fyrra.

Við þingnefndina gerði hann lítið úr þeim tengslum sem hann á að hafa haft mann sem var tilnefndur sem forstjóri fjárfestingasjóðs í eigu ríkisins.

Skilaboð á milli mannana gefa þó í skyn að mikið samráð hafi verið þeirra á milli fyrir ráðningu. Til að mynda sendi Kurz skilaboð á manninn þar sem stóð „Þú munt fá allt sem þú vilt“.

Sagði af sér árið 2021

Kurz var árið 2017 yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi í heiminum en árið 2021 sagði hann af sér í kjölfar ásakana um að hafa misnotað skattfé í þeim tilgangi að bæta fjölmiðlaumfjöllun um sig sjálfan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert