Lögreglumaður sakaður um tvö morð

Lögreglumenn að störfum við heimili í Paddington-úthverfinu í Sydney.
Lögreglumenn að störfum við heimili í Paddington-úthverfinu í Sydney. AFP/ABC

Ástralska lögreglan hefur kært einn af sínum eigin lögreglumönnum fyrir að hafa myrt sjónvarpsmann og kærasta hans. Lík þeirra hafa enn ekki fundist.

Rannsóknarlögreglumaðurinn Danny Doherty sagði að 28 ára lögreglumaður hefði verið kærður fyrir morðin eftir þriggja daga leit víðs vegar um borgina Sydney.

Fyrr í vikunni fundust blóðug föt í ruslatunnu í úthverfi borgarinnar. Í kjölfarið fóru rannsóknarlögreglumenn á heimili sjónvarpsmannsins Jesse Baird, 26 ára. Við leit í íbúðinni fannst „mikið magn af blóði” og sagðist lögreglan hafa miklar áhyggjur af honum og kærasta hans, flugþjóninum Luke Davies, 29 ára.

Talið er að þeir séu látnir. 

AFP/ABC

Byssukúla í íbúðinni passaði við sams konar byssu og lögreglumenn notast við í störfum sínum. Byssan fannst síðan í öryggishólfi á lögreglustöð.

Lögreglumaðurinn sem er sakaður um morðin er sagður hafa átt í ástarsambandi við Baird allt þar til í gær.

Baird starfaði á sjónvarpsstöðinni Network Ten.

Lögreglumaðurinn gaf sig fram á lögreglustöðinni í Bondi-sýslu, skammt frá frægri strönd sem þar er staðsett.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert