Tíu látnir eftir stórbrunann

Slökkviliðsmenn á vettvangi í fjölbýlishúsinu í dag.
Slökkviliðsmenn á vettvangi í fjölbýlishúsinu í dag. AFP

Tíu eru látnir eftir stórbrunann í fjölbýlishúsi í Valencia í gær og fimmtán slasaðir. Eldurinn kom upp klukkan 17.30 að staðartíma í gær og átti hann upptök sín á fjórðu hæð hússins. Eldurinn breiddist hratt út.

Lögregla telur að fleiri sé ekki saknað en spænska ríkissjónvarpið hafði greint frá því að fimmtán væru ófundnir.

Eldsupptök eru enn óljós.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að viðbragðsaðilar hafi notað dróna til að finna hina látnu í 14 hæða fjölbýlishúsinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert