Óeirðir á landbúnaðarsýningu

Macron var viðstaddur sýninguna. Voru bændur ósáttir við það en …
Macron var viðstaddur sýninguna. Voru bændur ósáttir við það en þeir hafa mótmælt þungu regluverki. AFP/Cristophe Petit

Miklar óeirðir brutust út við opnun landbúnaðarsýningar í París, höfuðborg Frakklands, í dag.

Reiðir bændur brutu sér leið í gegnum öryggisgæslu sýningarinnar og þurfti að kalla til lögreglu til að halda aftur af þeim.

Voru bændurnir reiðir yfir því að Emmanuel Macron, forseti Frakklands, væri viðstaddur sýninguna.

Bændur hafa undanfarnar vikur mótmælt víða í Frakklandi, og víðar í Evrópu. Segja þeir greinina vera á afar viðkvæmum stað, tekjur fari lækkandi og regluverk verði þyngra.

Halda þurfti aftur af reiðum bændum.
Halda þurfti aftur af reiðum bændum. AFP/Lewis Joly
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert