15 myrtir í árás á kaþólska kirkju

Stuðningsmenn leiðtoga Búrkína Fasó, Ibrahim Traore, halda á myndum honum …
Stuðningsmenn leiðtoga Búrkína Fasó, Ibrahim Traore, halda á myndum honum til heiðurs. AFP/Fanny Noaro-Kabré

Hið minnsta 15 létu lífið og tveir aðrir særðust í hryðjuverkárás á kaþólska kirkju í Búrkína Fasó í morgun. Er árásin var framin stóð yfir messa. 

Sóknarprestur kirkjunnar, Jean-Pierre Sawadogo, sendi tilkynningu til AFP-fréttaveitunnar til þess að vekja athygli á málinu. 

Sawadogo kallaði eftir öryggi og frið í tilkynningunni og fordæmdi þá sem, „herja á landið með eyðileggingu og dauðann að vopni.

Fjöldi hryðjuverkjaárása hafa verið gerðar í ríkinu síðustu ár. Árásirnar eru flestar bendlaðar við íslamskar öfgahreyfingar þar í landi. 

Óreiðuöld í Búrkína Fasó 

Árið 2022 steypti núverandi leiðtogi Búrkína Fasó, Ibrahim Traore, stjórnvöldum af stóli.

Um það bil 20.000 manns hafa látið lífið í átökum íslamskra öfgahreyfinga í landinu og hafa milljónir þurft að flýja heimilin sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert