Andlát konu á níræðisaldri til rannsóknar

Ein manneskja er í haldi vegna málsins.
Ein manneskja er í haldi vegna málsins. mbl.is/Atli Steinn

Lögreglan í Þrándheimi í Noregi rannsakar andlát konu á níræðisaldri sem kann að hafa borið að með saknæmum hætti.

Konan fannst látin á heimili sínu um eittleytið í gær og hefur ein manneskja verið handtekin vegna málsins, að því er norska ríkisútvarpið greinir frá.

Talið er að viðkomandi, sem tengist konunni fjölskylduböndum, hafi skilið hana eftir í bjargarlausu ástandi, en konan var ein í íbúðinni þegar hún fannst látin.

Unnið er með nokkrar tilgátur að sögn lögreglu, þar á meðal að ekkert saknæmt hafi átt sér stað. Rannsókn málsins er sögð vera á frumstigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert