Kveikti í sér fyrir utan sendiráð Ísraels

Lögreglumenn fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington í gær.
Lögreglumenn fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington í gær. AFP/Mandel Ngan

Liðsmaður bandaríska flughersins kveikti í sér fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær.

Embættismenn greindu frá þessu en fjölmiðlar sögðu manninn hafa með þessu viljað mótmæla stríðinu á Gasasvæðinu.

Atvikið gerðist klukkan 13 að staðartíma, eða klukkan 18 að íslenskum tíma.

Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang höfðu liðsmenn bandarísku leyniþjónustunnar slökkt eldinn.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús alvarlega slasaður, að sögn slökkviliðsins í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert