Saknað eftir snjóflóð á Grænlandi

Frá Nuuk á Grænlandi.
Frá Nuuk á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikill viðbúnaður hefur verið á Arqitsoq-svæðinu á Grænlandi í kvöld eftir að snjóflóð féll þar. Talið er að hópur vélsleðafólks hafi lent í flóðinu en Arqitsoq er vestan við höfuðstaðinn Nuuk.

Ekki hefur verið gefið upp hversu margra er saknað. Í tilkynningu á Facebook segir lögreglan að leit standi yfir og þar hafi tekið höndum saman lögregla, slökkvilið og fleiri viðbragðsaðilar auk sjálfboðaliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert