Borgarstarfsmenn fengu tvöföld mánaðarlaun

Zurich.
Zurich. Ljósmynd/Wikipedia.org

Um 30 þúsund borgarstarfsmönnum í Zurich í Sviss brá vafalítið í brún er þeir skoðuðu bankareikninginn sinn á mánudaginn því þeir fengu mánaðarlaunin sín greidd tvívegis.

Í yfirlýsingu fjármáladeildar borgarinnar kom fram að þetta hefði gerst vegna „tæknilegrar villu”.

Alls voru 175 milljónir svissneskra franka fyrir mistök greiddar út, sem jafngildir um 27,5 milljörðum króna.

Cantonal-bankinn í Zurich hefur beðist afsökunar á málinu, sem var sagt eiga rætur að rekja til hugbúnaðar.

„Starfsmenn Zurich-borgar eru skyldugir til að endurgreiða upphæðina,“ sagði fjármáladeild borgarinnar, þar sem kom fram að fyrirkomulagið verði einfaldað til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert