Haraldur Noregskonungur á batavegi

Haraldur studdi sig við hækjur þegar hann var myndaður síðastliðinn …
Haraldur studdi sig við hækjur þegar hann var myndaður síðastliðinn laugardag. AFP/Cornelius Poppe/NTB

Haraldur Noregskonungur, sem er 87 ára gamall og heilsuveill, er á batavegi eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í Malasíu vegna sýkingar.

Konungshöllin í Ósló greindi frá þessu.

Haraldur verður áfram á sjúkrahúsinu á eyjunni Langkawi og ekki er vitað hvenær hann snýr aftur heim.

Einkalæknir konungsins, sem er staddur hjá honum á Langkawi, staðfesti hann að væri á batavegi.

„Vel er hugsað um hans hátign á sjúkrahúsinu og fær hann góða umönnun þar,” sagði í tilkynningu konungshallarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert