Hvetur fólk til að borða morgunkorn í kvöldmat

Er kannski ráð að borða morgunmat í kvöldmat til að …
Er kannski ráð að borða morgunmat í kvöldmat til að spara? Skjáskot/CNBC

Ummæli Gary Pilnick, forstjóra Kellog‘s, hafa vakið hörð viðbrögð frá sumum einstaklingum en á dögunum ráðlagði hann neytendum að borða morgunkorn í kvöldmat til þess að spara peninga.

Pilnick var í sjónvarpsviðtali hjá CNBC þegar hann kynnti nýja markaðsherferð fyrirtækisins. Þar er fólk hvatt til að gefa „kjúklingnum smá frí“ og neyta þess í stað morgunkorns.

Kellog´s er þekkt fyrir morgunkorn eins og hinar klassísku kornflögur (e. Corn flakes), Froot loops, Rice Krispies, Coco pops og fleira.

Washington Post greinir frá.

Sparnaður í heimilisbókhaldinu

Þótt markaðsherferðin segi ekki orðbeint að þetta sé hægt að nýta sem sparnaðarráð þá sagði Pilnick í viðtalinu að þetta væri vissulega leið til að spara í heimilisbókhaldinu, spurður um hækkandi matvöruverð vestanhafs.

„Morgunkorn sem vöruflokkur hefur alltaf verið á viðráðanlegu verði og hann hefur tilhneigingu til að vera frábær áfangastaður þegar neytendur eru undir þrýstingi,“ sagði Pilnick. „Ef þú hugsar um kostnað við morgunkorn fyrir fjölskyldu samanborið við það sem hún gæti annars gert, þá verður þetta miklu hagkvæmara.“

Spyrillinn, Carl Quintanilla, spurði hvort þessi markaðsherferð gæti farið öfugt ofan í fólk, kvað forstjórinn svo ekki vera.

„Við höldum það ekki. Í raun hefur verið tekið vel í þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert