Minnst 43 látnir í eldsvoða í Bangladess

Byggingin sem brann er í hverfi sem þykir fremur fínt.
Byggingin sem brann er í hverfi sem þykir fremur fínt. AFP

Að minnsta kosti 43 létu lífið og tugir særðust þegar eldur varð í sjö hæða húsi í hverfi Dhaka, höfuðborg Bangladess, í kvöld.

„Hingað til hafa 43 látist af völdum eldsins,“ segir Samanta Lal Sen, heilbrigðisráðherra Bangladess, í samtali við fréttaveituna AFP eftir að hafa heimsótt sjúkrahús í Dhaka.

Ráðherrann sagði að minnst 40 slasaðir væru á einum spítalanum.

Slökkviliðsmenn bera slasaðan mann úr byggingunni.
Slökkviliðsmenn bera slasaðan mann úr byggingunni. AFP

Björguðu 75 manns

Mohammad Shihab slökkviliðsmaður sagði að eldurinn hefði kviknað á vinsælum biriyani-veitingastað í Bailey-götu í Dhaka klukkan 21.50 að staðartíma (kl. 15.50 að íslenskum tíma), breiðst hratt út á efri hæðum og króað fjölda fólks inni.

Slökkviliðsmenn náðu tökum á eldinum á um það bil tveimur klukkustundum að hans sögn. Þeir björguðu 75 manns, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá slökkviliðinu.

Byggingin hýsir aðallega veitingastaði auk nokkurra verslana.

Slökkviliðið segir að 75 manns hafi verið bjargað.
Slökkviliðið segir að 75 manns hafi verið bjargað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert