ESB eykur neyðaraðstoð til Palestínumanna

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir palestínska borgara búa við hryllilegar og …
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir palestínska borgara búa við hryllilegar og lífshættulegar aðstæður vegna aðgengisleysis að nægilegum mat og öðrum nauðsynjavörum á Gasasvæðinu. AFP/Said Khatib

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað í dag að auka neyðaraðstoð sambandsins til Palestínumanna og mun úthluta 68 milljónum evra, eða um 10 milljörðum króna, til samstarfsaðila á svæðinu eins og Rauða krossinn og Rauði hálfmáninn.

Er þessi fjárhæð til viðbótar við þær 85 milljónir evra, eða 12,7 milljarðar króna sem hafa nú þegar verið eyrnamerktar til UNRWA fyrir árið 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Evrópusambandinu

Líða hryllilegar og lífshættulegar aðstæður

Framkvæmdastjórnin samþykkti jafnramt að veita 50 milljón evra fjárúthlutun til UNRWA, eftur að hafa endurmetið áætlaðar fjárúthlutanir til UNRWA í kjölfar alvarlegra ásakana um mögulega aðkomu nokkurra starfsmanna UNRWA í árásum Hamas-samtakanna þann 7. október. 

„Við stöndum með palestínumönnum á Gasa og annars staðar á svæðinu. Saklausir palestínskir borgarar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir glæpi hryðjuverkasamtaka eins og Hamas. Palestínskir borgarar þurfa nú að líða hryllilegar og lífshættulegar aðstæður vegna aðgengisleysis að nægilegum mat og öðrum nauðsynjavörum. Þess vegna munum við efla stuðning okkar til þeirra í ár um 68 milljónir evra,“ er haft eftir Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

„Katastrófíska mannúðarkrísan á Gasa krefst tafarlausra aðgerða styrktaraðila. Í dag mun framkvæmdastjórnin nota fyrstu millifærsluna upp á 16 milljónir evra úr mannúðar- og neyðarstjóði ESB til matar- og lyfjakaupa, fyrir kaupum á neyðarskýlum, sem og til fjármögnunar á skólastarfi og sálrænni og félagslegri aðstoð til óbreyttra borgara Gasa. Það er gríðarlega nauðsynlegt að tryggja öruggan og óhindraðan aðgang neyðaraðstoðar og starfsfólk hjálparsamtaka inn í Gasa og um alla strandlengjuna. Þúsundir mannslífa eru í hættu,“ er haft eftir Janez Lenarčič, framkvæmdastjóra ESB yfir neyðarastoð, neyðarstjórnum og almannavörnum.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert