Segja sjö ísraelska gísla hafa fallið

Hamas-samtökin gáfu engin sönnunargögn máli sínu til stuðnings.
Hamas-samtökin gáfu engin sönnunargögn máli sínu til stuðnings. AFP/Said Khatib

Hamas-hryðjuverkasamtökin segja sjö ísraelska gísla hafa fallið í sprengjuárás Ísraelhers á Gasa. Samtökin telja liðlega 70 gísla hafa látið lífið til þessa. 

BBC greinir frá en tekur fram að miðillinn hafi ekki getað staðfest fullyrðingar Hamas. 

Hamas tók 253 gísla í árás sinni þann 7. október og drápu um 1.200 manns. 

Engin sönnunargögn

Samtökin segja gíslana hafa farist í sprengjuárásum Ísraels og að fjöldi vígamanna samtakanna hefðu einnig farist í árásunum. 

Hamas gáfu engin sönnunargögn máli sínu til stuðnings og beðið er eftir yfirlýsingu frá Ísrael. 

Ísrael telur að 31 gísl hafi látið lífið og ekki er vitað enn sem komið er hvort þau sjö sem Hamas vísar til hafi tilheyrt þeim hópi. 

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert