Á reki eftir árás

Rubymar hefur marað í hálfu kafi síðan skipið varð fyrir …
Rubymar hefur marað í hálfu kafi síðan skipið varð fyrir flugskeyti í febrúar. Nú stendur til að draga það til hafnar. AFP

Flutningaskipið Rubymar marar enn í hálfu kafi í Rauðahafinu eftir flugskeytaárás Húta 18. febrúar á Bab al Mandeb-sundinu. Skipið lekur olíu og stendur nú til að reyna að draga það til hafnar.

Skipið, sem skráð er í Belís í Mið-Ameríku, hefur rekið 70 kílómetra í norðurátt síðan það varð fyrir skeytinu með þeim afleiðingum að leki kom að því en Rubymar flytur 22.000 tonn af áburði til landbúnaðar.

Áhöfnin hefur yfirgefið skipið og hafa viðvaranir verið sendar út vegna þess, en Rubymar er ljóslaust og getur verið torséð í myrkri.

Sky News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert