Þrír handteknir vegna hópnauðgunar á ferðamanni

Lögreglan hefur handtekið þrjá vegna málsins. Mynd úr safni.
Lögreglan hefur handtekið þrjá vegna málsins. Mynd úr safni. Ljósmynd/Prakash Singh

Þrír hafa verið handteknir í héraðinu Dumka á Indlandi, grunaðir um að hafa hópnauðgað spænskum ferðamanni, konu sem var á ferðalagi ásamt eiginmanni sínum.

Árásin er talin hafa átt sér stað í gærkvöldi á tjaldsvæði þar sem hjónin gistu á mótorhjólaferðalagi sínu um ríkið Jharkhand.

Leita að fleirum

Konan leitaði til lögreglubífreiðar um ellefuleytið og var flutt á sjúkrahús, að því er fram kemur í umfjöllun indverska dagblaðsins The Times of India.

Lögreglumaðurinn Pitamber Singh Kherwae sagði í samtali við miðilinn að þrír hefðu verið handteknir í tenglsum við nauðgunina en leitað sé að fleirum grunuðum.

Kynferðisofbeldi og nauðganir eru landlægur vandi á Indlandi en þar voru að meðaltali 90 nauðganir tilkynntar á hverjum degi árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert