Árás gerð á fangelsi og fjöldi slapp út

Lögreglan á Haítí var kölluð til eftir áhlaup á eitt …
Lögreglan á Haítí var kölluð til eftir áhlaup á eitt stærsta fangelsið á Haítí. Valerie Baeriswyl

Fjöldi fanga slapp úr fangelsi á Haítí eftir að vopnaðir glæpahópar réðust inn í stærsta fangelsið í höfuðborginni, Port-au-Prince, og greiddi leið þeirra þaðan út.

Þetta staðfesti franska sendiráðið á Haítí við fréttaveitu AFP í dag. Ráðleggur sendiráðið borgurum sínum gegn öllum ferðalögum í miðborg Port-au-Prince.

Þekktir glæpaleiðtogar ganga lausir

Lögreglan á Haítí og herinn var sendur að fangelsinu í kjölfar atburðanna. Samkvæmt miðlum á Haítí slapp nokkur fjöldi fanga úr valdamiklum glæpahópum úr fangelsinu. Þekktir glæpaleiðtogar og menn sem höfðu verið sakfelldir fyrir aftöku fyrrverandi forsetans Jovenel Moise voru á meðal þeirra sem sluppu.

Árásin á fangelsið var þaulskipulögð og njósnuðu forsprakkar hennar um fangelsið með drónum áður en árásin var gerð. Glæpahópar hafa farið mikinn að undanförnu á svæðinu með það fyrir augum að steypa Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, af stóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert