Aukinn viðbúnaður í Zürich eftir stunguárás

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Fabrice Coffrini

Lögreglan í Sviss hefur aukið viðbúnað við stofnanir gyðinga í Zürich eftir hnífaárás. Fórnarlambið er gyðingur og er talið að árásin tengist gyðingahatri. 

Ástand mannsins, sem er fimmtugur, er talið alvarlegt eftir árásina sem átti sér stað í gær. 15 ára svissneskur drengur var handtekinn á vettvangi. 

Árásin er rannsökuð sem hatursglæpur gegn gyðingum. 

Lögregla greindi frá því að samráð hefði verið haft við ýmsar stofnanir gyðinga í borginni um að auka öryggi. 

GRA-stofnunin, sem vinnur gegn kynþáttafordómum og gyðingahatri, fordæmdi árásina og sagði hana ekki vera einsdæmi. 

Stofnunin sagði aukningu á hatursglæpum gegn gyðingum greinilega tengda við stríðið á Gasa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert