Sjö ára stúlka lést eftir að bát hvolfdi

Bátnum hvolfdi skömmu eftir að lagt var af stað.
Bátnum hvolfdi skömmu eftir að lagt var af stað. AFP

Sjö ára stúlka var á meðal sextán flóttamanna sem drukknuðu á leið sinni frá norðanverðu Frakklandi til Bretlands, að því er stjórnvöld í Nord í Frakklandi hafa tilkynnt.

Segir í tilkynningunni að báturinn hafi ekki rúmað svo marga, sem varð til þess að honum hvolfdi þegar hann var skammt á veg kominn.

Eftirlit með flóttamannabátum á leið frá Frakklandi til Bretlands hefur verið hert í takt við aukinn fjölda þeirra á undanförnum misserum. 

Lögreglan og slökkvilið reyndu endurlífgunartilraunir á sjö ára stúlku sem var í hópnum, sem ekki báru árangur. Sjö manns eru í varðhaldi vegna atviksins og er í skoðun að leggja fram ákæru vegna manndráps af gáleysi, skipulagðrar glæpastarfsemi og smygls á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert