„Púðurtunna“ sem gæti leitt til frekari átaka

Palestínumaðurinn Nidal al-Gharib, sem missti konu sína og dóttur, gengur …
Palestínumaðurinn Nidal al-Gharib, sem missti konu sína og dóttur, gengur fram hjá húsi nágranna sinna sem eyðilagðist í loftárás Ísraelshers. AFP/Mohammed Abed

Stríðið á Gasasvæðinu á milli Ísraels og Hamas-samtakanna er „púðurtunna” sem gæti leitt til frekari átaka í Mið-Austurlöndum.

Volker Turk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, greindi frá þessu.

„Stríðið á Gasasvæðinu hefur nú þegar haft hættuleg áhrif á nágrannalöndin og ég hef miklar áhyggjur af því að í þessari púðurtunnu getur hver neisti leitt til mun stærri eldsvoða. Slíkt hefði áhrif á allar þjóðir í Mið-Austurlöndum og margar til viðbótar,” sagði Turk í ræðu sem hann hélt í morgun.

Volker Turk.
Volker Turk. AFP/Fabrice Coffrini
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert