Þrír fórust í eldsvoða á Spáni

Alicante.
Alicante. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þrír fórust, þar á meðal eitt barn, þegar eldur braust út í byggingu skammt frá Alicante í suðausturhluta Spánar.

Fjórtán manns í viðbót sem voru í byggingunni fengu aðhlynningu vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn talsmanns heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.

Eldsvoðinn varð klukkan 2.15 í nótt að staðartíma, eða klukkan 1.15 að íslenskum tíma.

Slökkviliðið er búið að ná tökum á eldinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert