Danskt varðskip aðstoðar skip í vanda

Hvítabjörn á ferðinni.
Hvítabjörn á ferðinni. Ljósmynd/Gæslan í Grænlandi

Yfirvöld í Nuuk á Grænlandi fengu í gær beiðni um aðstoð vegna skips sem var á reki á hafíssvæði skammt frá bænum Ilulissat.

Skipið, Gustav Dalen, hafði orðið fyrir skaða og komst hvorki lönd né strönd.

Danska varðskipið Hvítabjörninn var sent til móts við Gustav Dalen. Þegar þangað verður komið mun Hvítabjörninn brjóta ísinn og draga skipið í land ef þörf krefur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert