Eins árs drengur lést eftir hundsbit

Drengurinn var á trampólíni ásamt móður sinni þegar einn af …
Drengurinn var á trampólíni ásamt móður sinni þegar einn af heimilishundunum réðst á hann. AFP/Getty Images/Joe Raedle

Eins árs gamall drengur í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum er látinn eftir eftir að hafa verið bitinn ítrekað af hundi.

Drengurinn var á trampólíni ásamt móður sinni þegar einn af heimilishundunum réðst á hann. Drengurinn var bitinn nokkrum sinnum og móðirin líka.

„Móðirin og barnið voru á trampólíninu þegar stór, blandaður hundur réðst á barnið. Móðirin hlaut minniháttar áverka eftir nokkur bit og var flutt á slysadeild,“ sagði lögreglufulltrúinn Marc Caruso við CT Insider.

ABC news greinir frá.

Reyndu að bjarga lífi drengsins

Sjúkraliðar reyndu að bjarga lífi drengsins og fluttu hann á sjúkrahús, en drengurinn hafði það ekki af.

Caruso segir að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu og búið er að fjarlægja tvo hunda af heimilinu.

„Hugur okkar og bænir eru hjá fjölskyldunni og ástvinum þeirra er þau syrgja son sinn,“ sagði Caruso. „Megi þau finna huggun og styrk á þessum krefjandi tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert