Skotinn til bana á veitingastað

Þrír táningar eru í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi eftir banvæna …
Þrír táningar eru í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi eftir banvæna skotárás á veitingastað í Fittja í gærkvöldi. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Þrír menn undir tvítugu eru í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi í Svíþjóð í kjölfar skotárásar á veitingastað í Fittja í Botkyrka, suðvestur af höfuðstaðnum, sem kostaði mann á fertugsaldri lífið á tíunda tímanum í gærkvöldi að sænskum tíma.

Nadya Norton, upplýsingafulltrúi lögreglunnar, staðfestir við sænska ríkisútvarpið SVT að skotárásin hafi átt sér stað. Fórnarlambið var, eftir því sem lögregla greindi frá í nótt, á lífi eftir árásina en lést á sjúkrahúsi nokkrum tímum síðar.

Mun lögregla krefjast gæsluvarðhalds yfir mönnunum þremur, sem sætt hafa yfirheyrslum í nótt, en tæknideildarmenn voru við rannsókn á vettvangi eftir skotárásina og skoðar lögregla auk þess upptökur öryggismyndavéla í nágrenninu auk þess að ræða við sjónarvotta. Þá hafa húsleitir verið framkvæmdar á nokkrum stöðum í tengslum við málið.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert