Stærsta vatnsaflsvirkjunin óstarfhæf eftir loftárás

Við bakka Dnípró-árinnar. Mynd úr safni.
Við bakka Dnípró-árinnar. Mynd úr safni. AFP/Roman Pilipey

Átta rússnesk flugskeyti hæfðu stærstu vatnaflsvirkjun Úkraínu snemma í morgun og ollu umfangsmiklum skemmdum á mannvirkinu, samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara embætti Úkraínu.

Dnípró-vatnsaflsvirkjunin „var hæfð átta sinnum. Aðstaðan er í raun óstarfhæf.

Tjónið er umfangsmikið,“ sagði Júrí Belúsov, yfirmaður stríðsglæpadeildar hjá embætti ríkissaksóknara í Úkraínu, í viðtali við úkraínska sjónvarpsstöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert