Feðgin talin látin eftir eldsvoða í Svíþjóð

Sænska lögreglan telur að það gæti tekið einhverja daga þar …
Sænska lögreglan telur að það gæti tekið einhverja daga þar til að hægt verður að komast inn í húsið. AFP

Tveggja barna og 35 ára föður þeirra er saknað eftir eldsvoða í húsi utan bæjarins Kilsmo í Svíþjóð. Óttast er að þau séu öll látin.

Tilkynning um eldinn barst skömmu eftir miðnætti í nótt. Fjórum tókst að komast út úr húsinu og létu vita að þriggja væri enn saknað. Sænska ríkisútvarpið greinir frá.

Þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang var ljóst að ekki yrði hægt að bjarga húsinu.

Sænska lögreglan telur að það gæti tekið einhverja daga þar til að hægt verður að komast inn í húsið sem er rústir einar. 

Talsmaður lögreglunnar segir börnin sem saknað er ekki vera komin á unglingsaldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert