Lögðu hald á heimagerðan þyrlubíl

Bræðurnir reyndu að umbreyta bílnum í eins konar þyrlu.
Bræðurnir reyndu að umbreyta bílnum í eins konar þyrlu. Mynd/X

Lögreglan á Indlandi hefur lagt hald á heimagert tæki sem tveir bræður smíðuðu úr lítilli bifreið af gerðinni Suzuki. Tækinu var ætlað að virka eins og þyrla og hugðust þeir leigja fyrirbærið út í brúðkaupsveislur.

Bræðurnir eyddu nærri þrjú þúsund bandaríkjadölum, sem jafngildir 416 þúsund krónum, í litla hreyfla sem þeir festu á þak bifreiðarinnar. Þá festu þeir járn á afturhluta hennar í þeim tilgangi að láta hann virka eins og þyrla.

Tók þetta nokkrar vikur og inntu bræðurnir verkið af hendi á verkstæði í ríkinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands.

Ætluðu að rukka fimm þúsund rúblur á dag

Hugðust þeir rukka fimm þúsund rúblur, sem nemur rúmum átta þúsund krónum, á dag á meðan brúðkaupsveislur færu fram, svo tilvonandi hjón gætu ferðast á einstakan hátt á brúðkaupsdaginn.

Viðskiptahugmyndin fór út um þúfur þegar lögregla lagði hald á farartækið í dag, þegar til stóð að mála það.

Lagt var hald á farartækið þar sem það samræmdist ekki reglum og skorti bræðurna leyfi til þess að nota það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert