Vopn fundust á vettvangi

Lögreglan segir of snemmt að segja til um dánarorsök fólksins.
Lögreglan segir of snemmt að segja til um dánarorsök fólksins. mbl.is/Atli Steinn

Lögreglan í Noregi rannsakar mál tveggja ungmenna og tveggja fullorðinna sem fundust látin í íbúð í bænum Ål í gærkvöldi. Vopn fundust á vettvangi.

Á blaðamannafundi lögreglu kom fram of snemmt væri að segja til um dánarorsök fólksins.

Þá kom fram að þau væru öll með skráð lögheimili í íbúðinni. Rannsókn málsins fer fram á næstu dögum. Norska ríkisútvarpið greinir frá.

Lögreglu barst fyrst tilkynning um þrjúleytið í gær um að eitthvað væri á seyði í íbúðinni. Önnur tilkynning barst svo um áttaleytið í gærkvöldi og fóru lögreglumenn þá inn í íbúðina og komu að hinum látnu.

Loks kom fram á fundinum að ekki hefði verið borin formleg kennsl á hin látnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert