Bandaríkin vonsvikin með ákvörðun Netanjahú

Palestínsk fjölskylda gengur innan um sprengdar byggingar eftir loftárásir Ísraels. …
Palestínsk fjölskylda gengur innan um sprengdar byggingar eftir loftárásir Ísraels. Myndin er tekin í dag, mánudaginn 25. mars. AFP

Bandaríkin lýsa miklum vonbrigðum sínum með þá ákvörðun ísraelska forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú að aflýsa heimsókn sendinefndar Ísraels til Washingtonborgar.

„Við erum mjög vonsvikin með að þau muni ekki koma til Washington DC til að leyfa okkur að eiga hreinskiptar samræður um tiltæka valkosti aðra en að fara inn á jörðu niðri í Rafah,“ sagði John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, við blaðamenn.

John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðsins.
John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðsins. AFP

Aflýsti eftir hjásetu Bandaríkjanna

Netanjahú aflýsti heimsókn nefndarinnar eft­ir að Banda­rík­in sátu hjá við at­kvæðagreiðslu ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, þar sem samþykkt var að krefjast taf­ar­lauss vopna­hlés í Gasa.

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­sæt­is­ráðherr­ans sagði að hjá­set­an skemmdi fyr­ir bar­áttu Ísra­els við hryðju­verka­sam­tök­in Ham­as og til­raun­um til að frelsa gísl­ana sem eru í haldi þeirra.

„Þetta gef­ur Ham­as von um að alþjóðleg­ur þrýst­ing­ur muni leyfa þeim að samþykkja vopna­hlé án þess að frelsa þá sem tekn­ir voru,“ er haft eft­ir Net­anja­hú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert