42 látnir eftir árás Ísraelshers í Sýrlandi

Herflugvél á vegum ísraelska hersins.
Herflugvél á vegum ísraelska hersins. AFP/Jalaa Marey

Að minnsta kosti 42 sýrlenskir hermenn hafa látið lífið eftir loftárás Ísraelshers í Sýrlandi í nótt. Á annan tug hermanna eru særðir eftir árásina.

Árásin varð á svæði nálægt alþjóðaflugvellinum í Aleppo í Sýrlandi. Talið er hún hafi beinst gegn vopnageymslu Hez­bollah-samtakanna.

Segja almenna borgara hafa fallið

Ríkismiðill Sýrlands, SANA, segir að almennir borgarar hafi einnig fallið og særst í árásinni.

Talsmaður Ísraelshers sagði við AFP-fréttastofuna vegna málsins að þau myndu „ekki tjá sig um fréttir frá erlendum fjölmiðlum“.

Uppfært klukkan 8.09

Tala látinna er nú komin upp í 42. Áður voru 36 taldir hafa fallið í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert