Segjast hafa afstýrt hryðjuverkum í Rússlandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP/Natalia Kolesnikova

Yfirvöld í Rússlandi segjast hafa handtekið þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa undirbúið hryðjuverkaárás í suðurhluta landsins. 

Vika er liðin frá hryðjuverkaárásinni í Moskvu sem varð hið minnsta 144 manns að bana. 

Ætluðu að koma sprengju fyrir á almannafæri

Rússneska leyniþjónustan (FSB) segist hafa komið í veg fyrir hryðjuverk þriggja einstaklinga frá ótilgreindu Mið-Asíuríki.

Talið er að hinir handteknu ætluðu að koma sprengju fyrir á almannafæri í Stavropol-héraði.

Rússneski fjölmiðillinn RIA Novsti greindi frá því að heimatilbúnar sprengjur og efnavopn hafi fundist á heimili eins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert