Treyjurnar sagðar minna á SS-sveitirnar

Ekki verður hægt að kaupa þessa treyju hjá Adidas lengur …
Ekki verður hægt að kaupa þessa treyju hjá Adidas lengur vegna líkindanna. Ljósmynd/Adidas

Þýskum fótboltaunnendum hefur verið bannað að kaupa treyjur þýska landsliðsins merktar með númerinu 44 eftir að vakin var athygli á líkindum tölunnar og merki SS-sveitanna, illræmdu úrvalsliði nasista, sem bar ábyrgð á mörgum helstu illvirkjum Þjóðverja á valdadögum Adolfs Hitler, fyrir og í seinni heimsstyrjöld. 

Talsmaður Adidas sagði við fjölmiðla að fyrirtækið myndi hætta sölu á treyjum með númerinu 44. Þá hefur bleiki litur varabúningsins vakið athygli.

BBC greinir frá.

Sagnfræðingur vakti fyrst athygli á hönnuninni

Sagnfræðingurinn Michael König vakti fyrst athygli á málinu og taldi hann hönnun treyjanna „mjög vafasama“. 

Merki SS-sveitanna (Schutzstaffel) var hannað árið 1929 fyrir sérstakt varðlið Nasistaflokksins, sem síðar varð nánast ríki í ríkinu, ofstækisfullt og harðsvírað, jafnvel á mælikvarða Þriðja ríkisins. 

Oliver Brüggen, talsmaður Adidas, hefur neitað því að fyrirtækið hafi viljandi látið númer treyjunnar minna á merki SS.

Þýska knattspyrnusambandið (DFB) tísti UEFA hefði skoðað hönnun búninganna og ekki gert neina athugasemd. 

Þá sagði í tístinu að ný hönnun fyrir töluna 4 yrði þróuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert