Á flótta undan réttvísinni í 27 ár

Lögregla í Bretlandi hefur leitað Burrows í 27 ár.
Lögregla í Bretlandi hefur leitað Burrows í 27 ár.

Lögreglan í Cheshire í Bretlandi hefur loks haft hendur í hári hins áttræða Richard Burrows sem hafði verið á flótta undan réttvísinni í 27 ár.

Burrows er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum en hann flúði skömmu áður en hann átti að mæta fyrir dóm árið 1997. Síðan hafa yfirvöld leitað hans án þess að geta staðfest það hvar hann er niðurkominn. Burrows ferðaðist til Bretlands frá Tælandi og var handtekinn við komuna á Heathrow-flugvelli. 

Grunur leikur á að kynferðisbrot Burrows hafi átt sér stað á árunum 1969-1971. Er honum gefið að sök að hafa misnotað börn er dvöldu á heimili fyrir börn sem hafa misst nákomna og áttu ekki í önnur hús að vernda.  

Lögregluyfirvöld í Cheshire segja að mál Burrows hafi alla tíð verið á borði lögreglunnar og var mál hans meðal annars tekið fyrir í glæpaþáttunum Crimewatch, þar sem fjallað er um mál þeirra sem flúið hafa undan armi laganna og leitað aðstoðar frá almenningi við að fá vísbendingar. 

BBC segir frá 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka