Barn látið eftir skotárás í Finnlandi

Foreldrar barna utan við grunnskólann í Vantaa í morgun.
Foreldrar barna utan við grunnskólann í Vantaa í morgun. AFP

Eitt tólf ára gamalt barn lét lífið og tvö særðust alvarlega þegar tólf ára gamall drengur hóf skothríð á skólafélaga sína í grunnskóla í Vantaa norður af Helsinki, höfuðborg Finnlands, í morgun.

Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í Uusimaa fyrir stundu. 

Drengurinn var handtekinn í Siltamäki-hverfi í norðurhluta Helsinki skömmu eftir árásina en hann var þá enn með skotvopnið.  Lögregla sagði að um um hefði verið að ræða skammbyssu sem væri i eigu náins ættingja drengsins. Byssan var skráð og eigandinn var með leyfi fyrir henni. 

Lög­regl­an var kölluð á staðinn klukk­an 9.08 að staðar­tíma, eða klukk­an 7.08 að ís­lensk­um tíma.

Um 800 börn stunda nám við skól­ann. Starfs­menn­irn­ir eru um 90 tals­ins. Vantaa er fjórða stærsta borg Finnlands en þar búa um 240 þúsund manns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert